Innlent

Aukið fylgi Samfylkingarinnar kemur Degi á óvart

Breki Logason skrifar
Dagur B Eggertsson
Dagur B Eggertsson

„Þetta er hærra en ég hef séð Samfylkinguna mælast áður og verð því að viðurkenna að þetta kom mér á óvart," segir Dagur B Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Flokkurinn mælist með 46,7% fylgi í nýrri könnun Capacent Gallup.

„Þetta er athyglisverð könnun vegna þess að þetta er fyrsta stóra könnunin sem er gerð eftir að REI skýrslan kemur fram. Sú umræða sem fylgt hefur henni er því ekki að spilla fyrir okkur," segir Dagur og bætir við að athyglisvert sé að sjá hversu áberandi flokkarnir úr gamla meirihlutanum standi sterkt.

„Sjálfstæðisflokkurinn er að gjalda fyrir þetta ábyrgðarleysi sem þeir hafa sýnt þegar samfélagið þarf síst á því að halda. Það er niðursveifla í fjámálageiranum og erfiðir kjarasamningar framundan hjá opinberum starfsmönnum. Fólk virðist kunna því illa að stjórnmálamenn séu í innbyrðisdeilum og klækjabrögðum á þessum tíma," segir Dagur.

Hann segir Sjálfstæðisflokkinn ekki vera þann burðarás sem hann var á tuttugustu öldinni og segir hann þurfa meiri stöðugleika.

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mældist með 43,9% fylgi þegar fólk var spurt hvern úr borgarstjórnarflokknum það vildi sjá sem næsta borgarstjóra. Aðspurður um þessa afgerandi niðurstöðu segir Dagur:

„Ég vil nú bara óska Hönnu Birnu tilhamingju með þetta en um leið dettur mér ekki í hug að fara að blanda mér í innbyrðisátök þeirra, og vona bara að þeim fari að linna."Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.