Aukið fylgi Samfylkingarinnar kemur Degi á óvart Breki Logason skrifar 19. febrúar 2008 21:40 Dagur B Eggertsson „Þetta er hærra en ég hef séð Samfylkinguna mælast áður og verð því að viðurkenna að þetta kom mér á óvart," segir Dagur B Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Flokkurinn mælist með 46,7% fylgi í nýrri könnun Capacent Gallup. „Þetta er athyglisverð könnun vegna þess að þetta er fyrsta stóra könnunin sem er gerð eftir að REI skýrslan kemur fram. Sú umræða sem fylgt hefur henni er því ekki að spilla fyrir okkur," segir Dagur og bætir við að athyglisvert sé að sjá hversu áberandi flokkarnir úr gamla meirihlutanum standi sterkt. „Sjálfstæðisflokkurinn er að gjalda fyrir þetta ábyrgðarleysi sem þeir hafa sýnt þegar samfélagið þarf síst á því að halda. Það er niðursveifla í fjámálageiranum og erfiðir kjarasamningar framundan hjá opinberum starfsmönnum. Fólk virðist kunna því illa að stjórnmálamenn séu í innbyrðisdeilum og klækjabrögðum á þessum tíma," segir Dagur. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn ekki vera þann burðarás sem hann var á tuttugustu öldinni og segir hann þurfa meiri stöðugleika. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mældist með 43,9% fylgi þegar fólk var spurt hvern úr borgarstjórnarflokknum það vildi sjá sem næsta borgarstjóra. Aðspurður um þessa afgerandi niðurstöðu segir Dagur: „Ég vil nú bara óska Hönnu Birnu tilhamingju með þetta en um leið dettur mér ekki í hug að fara að blanda mér í innbyrðisátök þeirra, og vona bara að þeim fari að linna." Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira
„Þetta er hærra en ég hef séð Samfylkinguna mælast áður og verð því að viðurkenna að þetta kom mér á óvart," segir Dagur B Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Flokkurinn mælist með 46,7% fylgi í nýrri könnun Capacent Gallup. „Þetta er athyglisverð könnun vegna þess að þetta er fyrsta stóra könnunin sem er gerð eftir að REI skýrslan kemur fram. Sú umræða sem fylgt hefur henni er því ekki að spilla fyrir okkur," segir Dagur og bætir við að athyglisvert sé að sjá hversu áberandi flokkarnir úr gamla meirihlutanum standi sterkt. „Sjálfstæðisflokkurinn er að gjalda fyrir þetta ábyrgðarleysi sem þeir hafa sýnt þegar samfélagið þarf síst á því að halda. Það er niðursveifla í fjámálageiranum og erfiðir kjarasamningar framundan hjá opinberum starfsmönnum. Fólk virðist kunna því illa að stjórnmálamenn séu í innbyrðisdeilum og klækjabrögðum á þessum tíma," segir Dagur. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn ekki vera þann burðarás sem hann var á tuttugustu öldinni og segir hann þurfa meiri stöðugleika. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mældist með 43,9% fylgi þegar fólk var spurt hvern úr borgarstjórnarflokknum það vildi sjá sem næsta borgarstjóra. Aðspurður um þessa afgerandi niðurstöðu segir Dagur: „Ég vil nú bara óska Hönnu Birnu tilhamingju með þetta en um leið dettur mér ekki í hug að fara að blanda mér í innbyrðisátök þeirra, og vona bara að þeim fari að linna."
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira