Fótbolti

Eþíópíumönnum vísað úr undankeppni HM

Landsliði Eþíópíu hefur verið vísað úr undankeppni HM af Alþjóða Knattspyrnusambandinu vegna óuppgerðra deilna hjá knattspyrnusambandinu þar í landi.

Liðið spilaði í 8 riðli Afríkuriðilsins í undankeppni HM og hafa allir fjórir leikir liðsins í riðlinum nú verið þurrkaðir út. Eftir standa lið Marokkó, Rúanda og Máritaníu.

Rúanda var í toppsæti riðilsins með 12 stig eftir fimm leiki og Marokkó þar þremur stigum á eftir og leik til góða. Eþíópía var með sex stig en Máritanía hafði tapað öllum fimm leikjum sínum. Staðan á toppi riðilsins breytist ekki eftir að árangur Eþíópíu hefur verið þurrkaður út, en Márítanía hafði tapað báðum leikjum sínum gegn Eþíópíu.

Liðin 12 sem vinna riðla sína og þau 8 sem ná bestum árangri í öðru sæti ná í þriðju umferð undankeppninnar. Þessum 20 liðum er svo raðað í fimm riðla þar sem sigurvegarinn í hverjum riðli kemst á HM 2010.

Suður-Afríka fær sjálfkrafa sæti í keppninni sem heimaþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×