Fótbolti

Ólína: Við eigum heima á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólína er hér lengst til hægri.
Ólína er hér lengst til hægri. Mynd/Stefán
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir fékk mjög erfitt hlutverk að eltast við hina eldsnöggu Elodie Thomis og gekk miklu betur með hana í seinni hálfeik.

„Þetta var rosalega fúlt því mér fannst að 1-1 hefði verið sanngjarnt. Maður á alveg eftir að svekkja sig á þessu í einn til tvo daga en síðan eru það bara næstu tveir leikir sem skipta öllu máli núna. Núna er þessi leikur búinn," segir Ólína sem er ekki í neinum vafa um að íslenska liðið komist áfram.

„Mér finnst við alveg jafngóðar og þetta lið. Ég held að við höfðum allar séð það núna að við eigum heima á EM með þessarri frammistöðu. Við vorum allar að berjast og vorum að fá fullt af færum. Við vitum það núna að við eigum heima á EM og ég er viss um að við komumst þangað," sagði Ólína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×