Enski boltinn

Engir bónusar fyrir leikmenn West Ham?

NordcPhotos/GettyImages

Alan Curbishley hafnar því að leikmenn West Ham séu búnir að gefast upp í baráttunni í ensku úrvalsdeildinni og bendir á að allir bónusar leikmanna liðsins miðist við að liðið hafni í 10. sæti eða ofar í vor.

West Ham er sem stendur í 10. sæti deildarinnar og tapaði síðast fyrir Portsmouth á heimavelli í gær. 

"Allar okkar áætlanir, og þar með taldar bónusgreiðslur til leikmanna, miða við að við höfnum í efri hluta deildarinnar í vor. Það er því ekki rétt þegar fólk segir að menn séu að slaka á og hafi að engu að keppa," sagði stjórinn og hélt áfram.

"Þetta á líka við mig og því er ég vonsvikinn að sjá frammistöðu eins og á móti Portsmouth þar sem við vorum með leik sem við gátum unnið en vorum slappir og flatir. Við gátum ekki komið áhorfendum af stað og þeir ekki okkur. Nú verðum við að reyna að vinna tvo eða þrjá af þeim leikjum sem við eigum eftir svo við endum í efri hluta deildarinnar í stað þess að láta tímabilið fjara út með því að lenda í neðri hlutanum." 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×