Erlent

Allt við það sama í Írak - Prestur, lögga og hermaður féllu

Byssumenn í Karrada hverfi í Bagdad skutu prestinn Adel Yousif til bana í morgun. Yousif var einn helsti leiðtogi kristinna í Írak.

Skömmu síðar sprakk sprengja í austurhluta borgarinnar með þeim afleiðingum að þrír létust og sextán til viðbótar særðust.

Í gær var löreglumaður skotinn til bana af leyniskyttu er hann var við reglubundinn störf í bænum Mahmudiya.

Sama dag særðust þrír lögreglumenn í Kirkuk þegar sprengja sprakk í vegkanti.

Tvö lík fundust í sitthvoru hverfi Bagdadborgar. Það þriðja fannst svo í bænum Hilla en það var af íröskum sérsveitarmanni.

Bandarískir hermenn felldu loks tvo menn sem sagðir eru uppreisnarmenn í aðgerð sem beindist gegn al Kaída hryðjuverkasamtökunum í borginni Samarra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×