Erlent

Aflimuðu mann undir lest

Lögreglumenn standa vörð við lestarteina á Englandi þar sem lest keyrði á bíl fyrir nokkrum misserum.
Lögreglumenn standa vörð við lestarteina á Englandi þar sem lest keyrði á bíl fyrir nokkrum misserum. MYND/AFP

Bráðatæknar aflimuðu mann sem lá undir lest í Devon á Englandi til að forða því að honum blæddi út. Lestin hafði keyrt yfir báða fætur mannsins á milli hnés og ökkla og næstum skorið þá í sundur. Bráðatæknar komu á staðinn tveimur mínútum eftir neyðarkallið klukkan 19:40 í gærkvöldi.

Lynn Paramor talsmaður sjúkraflutninga í Plymouth þar sem slysið átti sér stað sagði að annar bráðatæknanna hefði skriðið undir lestina til að ljúka við aflimunina. Manninum voru líka gefin verkjalyf.

„Ef þeir hefðu ekki brugðist svona skjótt við hefði manninum blætt út," sagði hún við Sky fréttastofuna.

Maðurinn var fluttur á Derriford sjúkrahúsið í Plymouth.

Paramor sagði að ekki væri ljóst af hverju hann lenti undir lestinni. Og talsmaður lögreglunnar sagði að atvikið væri ekki talið grunsamlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×