Erlent

Heljartak Mugabe á Simbabve að losna?

Robert Mugabe hefur verið við völd í Simbabve í tæpa þrjá áratugi.
Robert Mugabe hefur verið við völd í Simbabve í tæpa þrjá áratugi. MYND/AFP

Heljartak Mugabe á simbabvesku þjóðinni virðist vera að losna samkvæmt nýjum fréttum dagblaðs sem hallt er undir ríkisstjórnina. Afar líklegt þykir að blása þurfi til annarar umferðar kosninga þar sem enginn frambjóðendanna þriggja hafi hlotið meira en 50 prósenta fylgi sem tryggir sigur.

Eftir næstum þriggja áratuga valdatíma eru nú vangaveltur um að Mugabe láti af embætti.

Næstum allir sem fylgst hafa með kosningunum segja að Mugabe hafi tapað fyrstu umferð kosninganna á laugardag fyrir Morgan Tsvangirai leiðtoga Lýðræðisumbótaflokksins.

Zanu flokkur forsetans hefur ekki lýst yfir sigri í þessum mikilvægu kosningum og kosningaráð landsins hefur ekki enn birt endanleg úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×