Erlent

Átta þúsund huldumenn á kjörskrá

Robert Mugabe. Mynd Reuters.
Robert Mugabe. Mynd Reuters.

Afrískir eftirlitsmenn, sem fylgjast með kosningunum í Zimbabwe, sögðu nú seinnipartinn að þeir hefði fundið lista yfir nöfn kjósenda í kosningunum sem þar fara fram í dag. Á listanum eru skráð fleiri en átta þúsund nöfn á fólki sem virðist ekki vera til í raunveruleikanum, eftir því sem Reuters fréttastofan segir.

Robert Mugabe forseti sækist eftir endurkjöri sjötta kjörtímabilið í röð. Stjórnarandstæðingar höfðu fyrirfram óttast að Mugabe myndi reyna að hagræða úrslitum ef útlit yrði fyrir að hann biði ósigur. Mugabe hefur hins vegar ávallt hafnað slíku og sagt rangt að hann ætlaði að ræna kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×