Mótmælum vörubílstjóra lokið - boða dagleg mótmæli 27. mars 2008 15:54 Mótmælum vörubílstjóra í Ártúnsbrekkunni lauk fyrir stundu eftir að lögregla kom á vettvang og er því umferðarteppan að leysast. Vörubílstjórarnir hyggjast mótmæla með þessum hætti á hverjum degi þar til gengið verður að kröfum þeirra um lækkun olíugjalda og breytingar á reglum um aksturstíma. Löng vörubílaröð hafði myndast frá Grensásvegi til bensínstöðvar N1 í Ártúnsbrekku á leiðinni út úr bænum og voru miklar umferðartafir af þessum sökum. Vörubílstjórar, sem eru óánægðir með hátt olíugjald og háar sektir Vegagerðarinnar, ákváðu að teppa umferð í brekkunni með því að leggja bílum sínum á veginn. Að sögn Páls Pálssonar, forsvarsmanns hagsmunasamtaka vörubílstjóra sem stofnuð voru á dögunum, er mikill hiti í mönnum. Hann segir mótmælin í dag ekki að frumkvæði samtakanna heldur hafi hópur vörubílstjóra ákveðið að taka málin í sínar hendur. Verið sé að mótmæla hækkandi olíuverði og gjaldheimtu ríkisins af vörubílstjórum. Mótmælin stóðu í um hálfa klukkustund. Páll sagði eftir mótmælin að mikill hugur væri í vörubílsstjórum og þeir hygðust endurtaka leikinn á hverjum degi þar til þeir næðu eyrum yfirvalda. „Þetta tókst vel og fólkið í umferðinni sýndi okkur stuðning og því ætlum við að halda áfram," segir Páll. Hann segir að ekki verði staðið að mótmælunum á sama tíma á hverjum degi en vörubílstjórar muni ekki hætta fyrr en orðið verði við kröfum þeirra um að lækka olíuverð og breyta lögum um aksturstíma vörubílstjóra. Þeir megi samkvæmt reglugerð aka í fjóra og hálfan tíma án þess að stöðva en það telji þeir ekki ásættanlegt. Tengdar fréttir Vörubílstjórar teppa umferð í Ártúnsbrekku Löng vörubílaröð liggur frá Grensásvegi til bensínstöðvar N1 í Ártúnsbrekku á leiðinni út úr bænum og eru miklar umferðartafir af þessum sökum. Vörubílstjórar sem eru óánægðir með hátt olíugjald og háar sektir Vegagerðarinnar ákváðu að teppa umferð í brekkunni með því að leggja bílum sínum á veginn. 27. mars 2008 14:49 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Mótmælum vörubílstjóra í Ártúnsbrekkunni lauk fyrir stundu eftir að lögregla kom á vettvang og er því umferðarteppan að leysast. Vörubílstjórarnir hyggjast mótmæla með þessum hætti á hverjum degi þar til gengið verður að kröfum þeirra um lækkun olíugjalda og breytingar á reglum um aksturstíma. Löng vörubílaröð hafði myndast frá Grensásvegi til bensínstöðvar N1 í Ártúnsbrekku á leiðinni út úr bænum og voru miklar umferðartafir af þessum sökum. Vörubílstjórar, sem eru óánægðir með hátt olíugjald og háar sektir Vegagerðarinnar, ákváðu að teppa umferð í brekkunni með því að leggja bílum sínum á veginn. Að sögn Páls Pálssonar, forsvarsmanns hagsmunasamtaka vörubílstjóra sem stofnuð voru á dögunum, er mikill hiti í mönnum. Hann segir mótmælin í dag ekki að frumkvæði samtakanna heldur hafi hópur vörubílstjóra ákveðið að taka málin í sínar hendur. Verið sé að mótmæla hækkandi olíuverði og gjaldheimtu ríkisins af vörubílstjórum. Mótmælin stóðu í um hálfa klukkustund. Páll sagði eftir mótmælin að mikill hugur væri í vörubílsstjórum og þeir hygðust endurtaka leikinn á hverjum degi þar til þeir næðu eyrum yfirvalda. „Þetta tókst vel og fólkið í umferðinni sýndi okkur stuðning og því ætlum við að halda áfram," segir Páll. Hann segir að ekki verði staðið að mótmælunum á sama tíma á hverjum degi en vörubílstjórar muni ekki hætta fyrr en orðið verði við kröfum þeirra um að lækka olíuverð og breyta lögum um aksturstíma vörubílstjóra. Þeir megi samkvæmt reglugerð aka í fjóra og hálfan tíma án þess að stöðva en það telji þeir ekki ásættanlegt.
Tengdar fréttir Vörubílstjórar teppa umferð í Ártúnsbrekku Löng vörubílaröð liggur frá Grensásvegi til bensínstöðvar N1 í Ártúnsbrekku á leiðinni út úr bænum og eru miklar umferðartafir af þessum sökum. Vörubílstjórar sem eru óánægðir með hátt olíugjald og háar sektir Vegagerðarinnar ákváðu að teppa umferð í brekkunni með því að leggja bílum sínum á veginn. 27. mars 2008 14:49 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Vörubílstjórar teppa umferð í Ártúnsbrekku Löng vörubílaröð liggur frá Grensásvegi til bensínstöðvar N1 í Ártúnsbrekku á leiðinni út úr bænum og eru miklar umferðartafir af þessum sökum. Vörubílstjórar sem eru óánægðir með hátt olíugjald og háar sektir Vegagerðarinnar ákváðu að teppa umferð í brekkunni með því að leggja bílum sínum á veginn. 27. mars 2008 14:49