Erlent

Eldri handrit Shakespeares brátt rafræn

Shakespeare eins og hann birtist samferðarmönnum sínum.
Shakespeare eins og hann birtist samferðarmönnum sínum.

Tvö bókasöfn í Bandaríkjunum og Bretlandi hyggjast eiga í samvinnu um að birta öll handrit að leikritum Williams Shakespeare eldri en frá 1641 á Netinu. Engin handritanna hafa varðveist í eiginhandarriti skáldsins en fjöldi eftirprentana er til og á sumum þeirra er að finna athugasemdir sem hann sjálfur hefur ritað á spássíurnar.

Að sögn aðstandenda verksins er tilgangurinn að gera eldri handrit Shakespeares aðgengileg öðrum en fræðimönnum en aðgengi að mörgum þeirra er mjög takmarkað vegna þess hve viðkvæm þau eru. Búist er við að verkið taki um eitt ár, en um mikinn fjölda handrita er að ræða. Netverjum verður þá í lófa lagið að bera saman mismunandi handrit að sömu verkum, framkvæma textaleit og merkja við ákveðna staði í handritunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×