Erlent

Vaxandi ólga í Tíbet

Mótmælendur fyrir utan kínverska sendiráðið fyrir skemmstu.
Mótmælendur fyrir utan kínverska sendiráðið fyrir skemmstu.

Enn halda mótmæli áfram í Tíbet vegna framferðis kínverskra stjórnvalda en í dag vöktu nokkur hundruð mótmælendur athygli á málstað sínum með því að setjast niður á götu í Qinghai-héraði í vesturhluta landsins. Til átaka kom þegar herlögregla dreifði mannfjöldanum og var starfsfólki á nærliggjandi vinnustöðum haldið innandyra af lögreglu.

Á sama tíma kom til mótmæla og átaka í Lhasa, höfuðborg Tíbet, og er ástandið nú þannig að öll fangelsi borgarinnar eru yfirfull af mótmælendum og mörgum er haldið föngnum í nærliggjandi héruðum. Heimildamaður sem fréttastofa Reuters ræddi við og vildi ekki láta nafns síns getið sagði ástandið óviðunandi og að munkar í klaustrum Tíbets hefðu ítrekað verið beittir ofbeldi af herlögreglu. Einn þeirra hefði hengt sig nýlega í klaustri sínu, örvilnaður af kringumstæðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×