Enski boltinn

Yakubu skrópaði og verður væntanlega sektaður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Yakubu fagnar einu marka sinna fyrir Everton.
Yakubu fagnar einu marka sinna fyrir Everton. Nordic Photos / Getty Images

Nígeríumaðurinn Yakubu hefur enn ekki mætt í vinnu sína hjá Everton þó svo að Nígería hafi lokið þátttöku sinni í Afríkukeppninni.

Forráðamenn Everton bjuggust við því að Yakubu myndi mæta á æfingu á miðvikudaginn síðastliðinn en hann hefur enn ekki látið sjá sig.

Liðsfélagi hans, Joseph Yobo, er hins vegar mættur til æfinga og verður með Everton sem mætir REading á morgun.

David Moyes, stjóri Everton, er ekki ánægður með Yakubu og mun líklega sekta hann um tveggja vikna laun, samtals um 80 þúsund pund.

Jafnvel þótt hann mæti á æfingu í dag verður að teljast afar ólíklegt að hann verði með Everton á morgun.

Yakubu var í ágúst síðastliðnum seldur til Everton frá Middlesbrough fyrir 11,25 milljónir punda og skorað tólf mörk á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×