Enski boltinn

Pienaar frá út mánuðinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pienaar í leik með Everton.
Pienaar í leik með Everton. Nordic Photos / Getty Images

Steven Pienaar, leikmaður Everton, er meiddur á ökkla og verður sennilega frá keppni út mánuðinn.

Pienaar meiddist í leik með landsliði Suður-Afríku á Afríkukeppninni og missti af þeim sökum af síðasta leik liðsins í riðlakeppninni.

Hann mun gangast undir nánari læknisskoðun þegar hann kemur til baka til Englands.

Pienaar var í sumar lánaður til Everton frá þýska liðinu Borussia Dortmund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×