Enski boltinn

Mark Heiðars á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar er hér annar frá vinstri að fagna marki sínu um helgina.
Heiðar er hér annar frá vinstri að fagna marki sínu um helgina. Nordic Photos / Getty Images

Heiðar Helguson skoraði síðara mark Bolton í 2-0 sigri á Reading í ensku úrvalsdeildinni um helgina og má sjá markið hér á Vísi.

Heiðar var að spila sinn annan leik síðan hann jafnaði sig á þeim meiðslum sem hann hefur mátt glíma við síðan í ágúst síðastliðnum.

Þetta var í annað skiptið sem hann er í byrjunarliði Bolton á leiktíðinni en í báðum þeim leikjum hefur hann náð að skora. Það ættu að senda skýr skilaboð til Gary Megson, stjóra liðsins.

Hans fyrsta mark fyrir Bolton kom gegn hans gamla félagi, Fulham, þann 15. ágúst síðastliðinn. Heiðar hefur komið við sögu sem varamaður í þremur leikjum á tímabilinu.

Alls hefur hann skorað tvö mörk á þeim 182 mínútum sem hann hefur spilað sem hlýtur að teljast ansi góður árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×