Enski boltinn

Mascherano býst við því að skrifa undir í næstu viku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Javier Mascherano í leik með Liverpool í desember síðastliðnum.
Javier Mascherano í leik með Liverpool í desember síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images

Javier Mascherano býst við því að skrifa undir langtímasamning við Liverpool í næstu viku.

Liverpool hefur dregið lappirnar í því að reiða fram þær sautján milljónir punda sem talið er þurfa til að kaupa hann af Media Sports Inverstments sem á samningsrétt hans.

„Það er ekkert frágengið eins og er en ég vonast til að vera hér áfram," sagði hann í samtali við heimasíðu Liverpool.

„Við þurfum nú að bíða aðeins. Það er ekki langt í land en við þurfum að ræðast aftur við í næstu viku. Ég held að þetta verði allt í góðu lagi. Ég hef beðið í langan tíma og ég get beðið í eina viku í viðbót."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×