Di Canio dreymir um að þjálfa West Ham Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2008 12:05 Paolo Di Canio í leik með West Ham árið 2003. Nordic Photos / Getty Images Paolo Di Canio segir í samtali við enska fjölmiðla að draumastarf hans sé að gerast knattspyrnustjóri West Ham einn daginn. Di Canio lék með West Ham á árunum 1999-2003 og var afar vel liðinn af stuðningsmönnum liðsins. Hann verður fertugur í sumar og ætlar að ljúka ferlinum í vor með ítalska C-deildarliðinu Cisco Roma. „Ég ætla að hætta að spila fótbolta í vor þar sem ég er orðinn of gamall til að geta haldið áfram að spila. Ég ætla því að hefja feril minn sem þjálfari á næsta ári og vonandi nýt ég sömu velgengni sem þjálfari og ég gerði sem leikmaður," sagði Di Canio. „Draumur minn er að fá að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni því enska knattspyrnan er sú besta í heimi. Helst myndi ég vilja þjálfa West Ham því stemningin á Upton Park er mjög sérstök." „Ég horfi á enska boltann um hverja helgi og fylgist sérstaklega vel með stöðunni hjá West Ham. Félagið á sérstakan sess í mínu hjarta." „Ég er ætíð stoltur af því að fylgjast með leikmönnum sem voru að taka sín fyrstu skref í boltanum sem ungir leikmenn hjá West Ham þegar ég var þar. Þá á ég við leikmenn eins og Joe Cole, Frank Lampard, Rio Ferdinand og Trevor Sinclair." Di Canio er afar umdeildur knattspyrnumaður og nú síðast var hann gagnrýndur fyrir að senda stuðningsmönnum Lazio fasistakveðjur er hann lék með félaginu fyrir fáeinum árum. Hann var einnig umdeildur á Englandi. Frægast er líklegast atvikið er hann hrinti dómaranum Paul Alcock í grasið eftir að hann gaf Di Canio rautt spjald í leik Sheffield Wednesday og Arsenal. Árið 2001 hlaut hann svo háttvísisverðlaun FIFA fyrir atvik sem átti sér stað í leik West Ham og Everton í desember árið 2000. Þá ákvað hann að nýta ekki opið marktækifæri þar sem markvörður Everton, Paul Gerrard, hafði orðið fyrir meiðslum. Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Paolo Di Canio segir í samtali við enska fjölmiðla að draumastarf hans sé að gerast knattspyrnustjóri West Ham einn daginn. Di Canio lék með West Ham á árunum 1999-2003 og var afar vel liðinn af stuðningsmönnum liðsins. Hann verður fertugur í sumar og ætlar að ljúka ferlinum í vor með ítalska C-deildarliðinu Cisco Roma. „Ég ætla að hætta að spila fótbolta í vor þar sem ég er orðinn of gamall til að geta haldið áfram að spila. Ég ætla því að hefja feril minn sem þjálfari á næsta ári og vonandi nýt ég sömu velgengni sem þjálfari og ég gerði sem leikmaður," sagði Di Canio. „Draumur minn er að fá að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni því enska knattspyrnan er sú besta í heimi. Helst myndi ég vilja þjálfa West Ham því stemningin á Upton Park er mjög sérstök." „Ég horfi á enska boltann um hverja helgi og fylgist sérstaklega vel með stöðunni hjá West Ham. Félagið á sérstakan sess í mínu hjarta." „Ég er ætíð stoltur af því að fylgjast með leikmönnum sem voru að taka sín fyrstu skref í boltanum sem ungir leikmenn hjá West Ham þegar ég var þar. Þá á ég við leikmenn eins og Joe Cole, Frank Lampard, Rio Ferdinand og Trevor Sinclair." Di Canio er afar umdeildur knattspyrnumaður og nú síðast var hann gagnrýndur fyrir að senda stuðningsmönnum Lazio fasistakveðjur er hann lék með félaginu fyrir fáeinum árum. Hann var einnig umdeildur á Englandi. Frægast er líklegast atvikið er hann hrinti dómaranum Paul Alcock í grasið eftir að hann gaf Di Canio rautt spjald í leik Sheffield Wednesday og Arsenal. Árið 2001 hlaut hann svo háttvísisverðlaun FIFA fyrir atvik sem átti sér stað í leik West Ham og Everton í desember árið 2000. Þá ákvað hann að nýta ekki opið marktækifæri þar sem markvörður Everton, Paul Gerrard, hafði orðið fyrir meiðslum.
Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira