Enski boltinn

Woodgate á leið til Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jonathan Woodgate í leik með Middlesbrough.
Jonathan Woodgate í leik með Middlesbrough. Nordic Photos / Getty Images

Jonathan Woodgate er á góðri leið með að ganga til liðs við Newcastle samkvæmt fréttastofu BBC.

Newcastle gerði Middlesbrough sjö milljóna punda tilboð í Woodgate og var tilboðið samþykkt.

Tottenham fékk einnig tilboð sitt upp á sömu upphæð samþykkt en Woodgate mun hafa hafnað því að ganga til liðs við félagið.

En nú er allt útlit fyrir að hann fari aftur til síns gamla félags, Newcastle, sem seldi hann árið 2004 til Real Madrid.

Woodgate var ekki í leikmannahópi Middlesbrough sem mætti Mansfield í ensku bikarkeppninni í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×