Enski boltinn

Loksins sigur hjá Hearts

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts.
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts. Nordic Photos / Getty Images
Eggert Gunnþór Jónsson var valinn maður leiksins er Hearts vann sinn fyrsta leik í síðustu tíu deildarleikjum sínum.

Hearts vann síðast leik í skosku úrvalsdeildinni þann 11. nóvember síðastliðinn en í dag vann liðið afar góðan sigur á Aberdeen, 1-0.

Christian Nade skoraði sigurmarkið á 55. mínútu leiksins.

Á heimasíðu Hearts er Eggert sagður hafa verið í sér í öðrum og betri klassa en aðrir leikmenn á vellinum en hann var valinn maður leiksins á síðunni. Hann lék allan leikinn.

Hearts kom sér upp í níunda sæti deildarinnar en Aberdeen er í því fimmta.

Hearts er með 27 stig í deildinni og er 26 stigum á eftir toppliði Rangers.

Það er þó fjórtán stigum fyrir ofan botnlið Gretna en eitt lið fellur ár hvert úr skosku úrvalsdeildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×