Enski boltinn

Jóhannes Karl lék í sigri Burnley

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson í leik með Burnley.
Jóhannes Karl Guðjónsson í leik með Burnley. Nordic Photos / Getty Images
Burnley vann í dag 2-0 sigur á Scunthorpe en Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Burnley.

Robbie Blake og Ade Akinbiyi skoruðu mörk Burnley í fyrri hálfleik en Jóhannes Karl var svo tekinn af velli á 77. mínútu.

Burnley kom sér upp í 43 stig með sigrinum í dag og er nú í sjöunda sæti ensku B-deildarinnar.

Liðið er átta stigum á eftir toppliðum West Brom og Bristol City.

Scunthorpe er í næstneðsta sæti deildarinnar með 27 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×