Enski boltinn

Keegan tekinn við Newcastle

NordicPhotos/GettyImages

Kevin Keegan var í dag ráðinn þjálfari Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er í annað sinn sem Keegan tekur við liðinu en ekki er langt síðan Keegan útilokaði með öllu að fara aftur út í þjálfun í viðtalsþætti á BBC.

Keegan stýrði Newcastle á árunum 1992 til 1997 og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins, sem eiga eflaust eftir að kætast mikið við þessi tíðindi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×