Enski boltinn

Bangura þarf ekki að fara heim

Elvar Geir Magnússon skrifar
Al Bangura í leik með Watford.
Al Bangura í leik með Watford.

Al Bangura, miðjumaður Watford, heldur landvistarleyfi sínu og getur því verið áfram á Englandi. Það átti að reka leikmanninn úr landi og til heimalands síns, Sierra Leone.

Þessari ákvörðun var áfrýjað til innanríkisráðuneytisins sem dæmdi í málinu í dag.

Ákveðið var að Bangura fengi nýtt atvinnuleyfi vegna fótboltahæfileika sinna og getur þessi nítján ára leikmaður því haldið áfram að leika með Watford.

Bangura leitaði pólitísks hælis í Bretlandi frá Sierra Leone á sínum tíma. Hann kom úr skelfilegum aðstæðum þar sem m.a. var reynt að neyða hann til að stunda vændi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×