Enski boltinn

England byrjar í Andorra

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fabio Capello.
Fabio Capello.

Fyrsti leikur enska landsliðsins í undankeppni HM verður útileikur gegn Andorra þann 6. september. Það verður fyrsti mótsleikur liðsins undir stjórn Fabio Capello.

Fjórum dögum eftir það verður leikið gegn Króatíu og sá leikur verður einnig á útivelli. Króatía kom í veg fyrir að England komst áfram á Evrópumótið og sá til þess að Steve McClaren var látinn taka pokann sinn.

Fyrsti heimaleikur Englands í undankeppninni verður gegn Kazhakstan í október.

Leikir Englands í undankeppninni

Andorra (úti), Laugardagur 6. september 2008

Króatía (úti), Miðvikudagur 10. september 2008

Kazakhstan (heima), Laugardagur 11. október 2008 

Hvíta-Rússland (úti), Miðvikudagur 15. október 2008 

Úkraína (heima), Miðvikudagur 1. apríl 2009

Kazakhstan (úti), Laugardagur 6. júní 2009

Andorra (heima), Miðvikudagur 10. júní 2009 

Króatía (heima), Miðvikudagur 9. september 2009

Úkraína (úti), Laugardagur 10. október 2009 

Hvíta-Rússland (heima), Miðvikudagur 14. október 2009




Fleiri fréttir

Sjá meira


×