Enski boltinn

Mourinho hefur ekki rætt við Liverpool

NordicPhotos/GettyImages

Talsmaður Jose Mourinho segir ekkert hæft í þeim orðrómi sem gengið hefur á Englandi um að Mourinho verði arftaki Rafa Benitez hjá Liverpool.

Breskir fjölmiðlar hafa ítrekað orðað Portúgalann við hin og þessi stórlið í Evrópu síðan hann hætti hjá Chelsea í haust og nýjasta slúðrið sagði hann vera líklegasta eftirmann Benitez hjá Liverpool.

"Þetta er tómt bull og fjölmiðlar hafa í sífellu verið að orða hann við hin og þessi félög án þess að hafa nokkuð fyrir sér í skrifum sínum," sagði talsmaður Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×