Enski boltinn

Roberts tryggði Blackburn sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Christopher Samba fagnar marki sínu í dag.
Christopher Samba fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images

Varamaðurinn Jason Roberts var hetja Blackburn sem vann 2-1 sigur á Bolton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Roberts skoraði sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma. Hann fékk boltann á eigin vallarhelmingi, hljóp af sér þrjá varnarmenn áður en hann lét vaða að markinu. Boltinn breytti um stefnu á varnarmanni Fulham og Antti Niemi náði ekki að verja boltann.

Kevin Nolan kom Bolton yfir seint í síðari hálfleik með glæsilegu skoti. Christopher Samba jafnaði svo metin með skalla af stuttu færi á 53. mínútu.

Blackburn komst upp í áttunda sætið eftir sigurinn en liðið er með 36 stig. Bolton er enn með 20 stig í fimmtánda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×