Erlent

Tvíburar giftust án þess að vita skyldleika

MYND/Getty Images

Breskir tvíburar sem voru aðskildir við fæðingu giftust án þess að vita að þau væru systkin. Hjónabandið hefur nú verið dæmt ógilt af Hæstarétti landsins. Upplýsingar um hver tvíburasystkinin eru hafa ekki verið gefnar upp, né heldur hvernig þau urðu ástfangin og giftu sig.

Stuttu eftir fæðingu þeirra voru þau aðskilin og ættleidd af sitt hvorri fjölskyldunni. Hvorugu var sagt að þau ættu tvíburasystkini og höfðu enga hugmynd um að þau væru blóðskyld þar til eftir brúðkaupið.

Prófessor Alton lávarður sem afhjúpaði málið segir að það sýni mikilvægi þess að viðhalda rétti barna til að vita hverjir foreldrar þeirra eru. Hann segir parið „óhjákvæmilega" hafa hrifist af hvort öðru þegar það hittist fyrst.

Hann telur glasafrjóvganir geta dregið dilk á eftir sér í þessu tilliti, börn sem fæðist eftir glasafrjóvgun geti átt allt að 10 glasasystur- og bræður.

Alton varar við endurbótum laga sem nú eru til meðferðar í lávarðadeild breska þingsins og gætu gert lítið úr rétti þessara barna. Tilslakanir um hverjir hafi rétt til glasafrjóvgana næðu þá til einstæðra mæðra og samkynhneigðra para.

Gagnrýnendur segja að þau muni veikja frekar tengingu á milli barna og líffræðilegra foreldra þeirra, og að lokum gera feður óþarfa.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.