Enski boltinn

Watford hafnaði tilboði Fulham í Marlon King

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marlon King, leikmaður Watford.
Marlon King, leikmaður Watford. Nordic Photos / Getty Images

Enska B-deildarliðið Watford hefur hafnað tilboði Fulham í Marlon King upp á fjórar milljónir punda.

King hefur skorað ellefu mörk fyrir Watford á tímabilinu en liðið stefnir á að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni í vor.

„Hann er aðalmarkaskorari okkar og einn leiðtoganna í liðinu. Við höfum enga þörf á að selja hann,“ sagði Mark Ashton, framkvæmdarstjóri Watford.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fulham býður í sóknarmann Watford en Heiðar Helguson fór frá Watford til Fulham árið 2005.

Þetta þarf þó hins vegar ekki að þýða að Roy Hodgson, stjóri Fulham, sé búinn að gefast upp.

„Stjórnarformaðurinn er mjög stuðningsríkur. Hann vill að félagið haldi sæti sínu í úrvalsdeildinni,“ sagði Hodgson. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×