Enski boltinn

Munum aldrei selja Ronaldo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo hefur gengið í gegnum ýmislegt með Manchester United.
Cristiano Ronaldo hefur gengið í gegnum ýmislegt með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

David Gill, framkvæmdarstjóri Manchester United, segir að félagið muni aldrei selja Cristiano Ronaldo frá félaginu.

„Það er ekki möguleiki að við seljum hann, sama hversu hátt tilboðið er," sagði Gill.

Fjölmiðlar í Englandi og á Spáni hafa sagt frá því að Real Madrid væri að undirbúa tilboð í Ronaldo upp á 50 milljónir punda eða 6,1 milljarð króna.

Til samanburðar má nefna að West Ham kostaði Íslendingana 108 milljónir punda og þessa dagana er Southampton til sölu fyrir um 50 milljónir punda.

„Cristiano skrifaði undir nýjan samning á síðasta tímabili sem gildir til 2012 og við erum ekki félag sem selur sína bestu leikmenn. Alex Ferguson hefur aldrei látið leikmanna fara sem hann vildi halda."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×