Enski boltinn

Jewell ekki hættur á leikmannamarkaðnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mile Sterjovski fagnar hér marki með ástralska landsliðinu.
Mile Sterjovski fagnar hér marki með ástralska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Derby mun á morgun hefja viðræður við ástralska sóknarmanninn Mila Sterjovski sem leikur með Genclerbirligi Oftasspor í Tyrklandi.

Sterjovski hefur á sínum ferli leikið 33 leiki með ástralska landsliðinu og skorað í þeim fimm mörk.

Paul Jewell, stjóri Derby, hefur verið duglegur að sanka að sér leikmönnum enda er liðið langneðst í ensku úrvalsdeildinni.

Nú þegar hefur liðið fengið Laurent Robert, Emanuel Villa og Robbie Savage. Þá vonast hann einnig til að semja við Hossam Ghaly, miðjumann hjá Tottenham, og Roy Carroll, markvörð hjá Rangers, fyrir helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×