Enski boltinn

Bobo Balde á leið til Bolton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bobo Balde í baráttu við Nacho Novo, leikmann Rangers.
Bobo Balde í baráttu við Nacho Novo, leikmann Rangers. Nordic Photos / Getty Images

Varnarmaðurinn Bobo Balde er sennilega á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Bolton frá Celtic í Skotlandi.

Hann staðfesti í samtali við The Sun að félögin hafi rætt saman og hann sjálfur er spenntur fyrir því að fara til Bolton.

Balde er 32 ára gamall og mun spila með landsliði sínu, Gíneu, á Afríkumótinu síðar í mánuðinum. Hann vill því fá sín mál á hreint sem allra fyrst.

„Ef að félögin ná saman mun ég fara til Bolton," sagði hann. „Celtic veit hver mín staða er og er ég þessa stundina aðeins að bíða eftir fréttum af málinu."

Balde hafnaði því að ganga til liðs við Sunderland í upphafi leiktíðarinnar en hann er samningsbundinn Celtic til ársins 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×