Enski boltinn

Miðasala á Ísland-Tékkland hafin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason fagnar frægum sigri á Frökkum á HM í Þýskalandi í fyrra.
Alfreð Gíslason fagnar frægum sigri á Frökkum á HM í Þýskalandi í fyrra. Mynd/Pjetur

Nú er hafin miðasala á leiki Íslands og Tékklands sem fara fram á sunnudag og mánudag. Leikirnir eru þeir síðustu hjá íslenska landsliðinu fyrir EM í handbolta sem hefst í næstu viku.

Miðasalan fer fram á miði.is. Fyrri leikurinn er á sunnudaginn kl. 16.00 og seinni leikurinn á mánudagskvöldið kl. 19.30. Báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni.

Miðaverð er 1200 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×