Enski boltinn

Bolton undirbýr tilboð í Grétar Rafn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn í leik með íslenska landsliðinu.
Grétar Rafn í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Daníel

Enska úrvalsdeildarliðið Bolton hefur spurst fyrir um Grétar Rafn Steinsson, leikmann AZ í hollensku úrvalsdeildinni. Félagið undirbýr nú tilboð í Grétar Rafn, að sögn umboðsmanns hans.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ensk úrvalsdeildarlið sýna Grétari Rafni áhuga en í sumar var hann orðaður við bæði Middlesbrough og Newcastle.

„Vonandi er Bolton reiðbúið að ganga lengra í tilboði sínu en Newcastle og Middlesbrough," sagði Jerry de Koning, umboðsmaður Grétars Rafns. „Hann hefur aldrei leynt því að hann væri einn daginn reiðubúinn að flytja sig um set til Englands."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×