Enski boltinn

Tottenham á eftir Laursen og Hutton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Laursen lætur hér finna fyrir sér.
Laursen lætur hér finna fyrir sér.

Tottenham ætlar að styrkja vörn sína í janúar og er á eftir Martin Laursen og Alan Hutton. Liðið hefur fengið á sig 38 mörk á tímabilinu og afleitur varnarleikur oft orðið því að falli.

Danski landsliðsmaðurinn Laursen er hjá Aston Villa. Hann er þrítugur og segist mjög spenntur fyrir Tottenham en Newcastle hefur einnig mikinn áhuga á honum.

Glasgow Rangers neitaði tilboði frá Tottenham í hægri bakvörðinn Hutton. Tottenham er þó ekki búið að gefast upp og hyggst koma með nýtt tilboð í þennan 23 ára leikmann.

Pascal Chimbonda er hægri bakvörður Tottenham í dag en líklegt er að hann sé á förum frá liðinu enda hefur félagið þegar keypt annan hægri bakvörð í janúar, Chris Gunter frá Cardiff.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×