Enski boltinn

Sjónvarpsmaður hyggst bjarga Luton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Leikmenn Luton fagna marki gegn Liverpool.
Leikmenn Luton fagna marki gegn Liverpool.

Sjónvarpsmaðurinn Nick Owen fer fyrir hópi fjárfesta sem hyggst kaupa enska 2. deildarliðið Luton. Félagið rambar á barmi gjaldþrots en Owen ætlar að koma til bjargar.

„Ég er virkilega bjartsýnn og fullur tilhlökkunar," sagði Owen sem hefur verið stuðningsmaður Luton síðan í æsku. Viðskiptamenn á Englandi og víðar eru í hópi hans.

Owen er sextugur og stjórnar þættinum Midlands Today á BBC. Meðal þeirra sem standa með honum í boðinu er Mick Pattinson, fyrrum leikmaður í unglingaliði Luton, sem er stjórnarformaður í fasteignafyrirtæki í Bandaríkjunum.

Luton fór í greiðslustöðvun í lok nóvember. Liðið gerði um helgina 1-1 jafntefli gegn Liverpool í ensku bikarkeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×