Enski boltinn

Ráðlagt að fara ekki til Tottenham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Urby Emanuelson.
Urby Emanuelson.

Urby Emanuelson, varnarmaður Ajax í Hollandi, segist ekki hafa áhuga á að fara til Tottenham. Þessa ákvörðun hafi hann tekið eftir að hafa ráðlagt sig við samherja sinn, Edgar Davids.

Þessi 21. árs leikmaður hefur sterklega verið orðaður við Tottenham í félagaskiptaglugganum.

„Ég talaði við Edgar Davids þar sem hann lék með Tottenham. Hann sagði að félagið væri frábært en ég ætti ekki að ganga til liðs við það," sagði Emanuelson.

„Hann sagði við mig að ég væri leikmaður Ajax, væri ungur og hæfileikaríkur. Seinna myndi ég fá tækifæri til að fara í topplið á Englandi, Spáni eða Ítalíu. Ég hef hugsað um það sem hann sagði og tel hann hafa rétt fyrir sér."

Edgar Davids lék með Tottenham en gekk til liðs við Ajax fyrir ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×