Enski boltinn

Cisse ekki til sölu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Djibril Cisse, leikmaður Marseille.
Djibril Cisse, leikmaður Marseille. Nordic Photos / AFP

Franska liðið Marseille hefur engan hug á að selja Djibril Cisse en Manchester City hefur mikinn áhuga á honum.

Forseti félagsins, Pape Diouf, sagði á blaðamannafundi að hann hefði hafnað beiðni Manchester City.

„Svo það sé tekið skýrt fram þá fer Djibril Cisse ekki frá Marseille," sagði Diouf á blaðamannafundi.

Sven-Göran Eriksson, stjóri Manchester City, hefur verið á höttunum eftir nýjum sóknarmanni og er talið að Cisse hafi verið ofarlega á óskalista hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×