Enski boltinn

Portsmouth hefur keypt sóknarmann frá Sviss

Elvar Geir Magnússon skrifar
Redknapp hefur fengið nýjan leikmann.
Redknapp hefur fengið nýjan leikmann.

Portsmouth hefur keypt sinn fyrsta leikmann í félagaskiptaglugganum. Það er sóknarmaðurinn Danijel Subotic sem er keyptur frá Basel í Sviss.

Þessi átján ára strákur fór til reynslu hjá Portsmouth og stóð sig vel. Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, telur hann eiga bjarta framtíð.

Portsmouth hefur misst John Utaka, Kanu, Sulley Muntari og Papa Bouba Diop í Afríkukeppnina og Redknapp ætlar að reyna að fá fleiri leikmenn í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×