Fótbolti

Fílabeinsströndin skiptir um þjálfara

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ulrich Stielike er hættur.
Ulrich Stielike er hættur.

Þjóðverjinn Ulrich Stielike er hættur sem þjálfari Fílabeinsstrandarinnar nú þegar aðeins tvær vikur eru í Afríkukeppnina. Hann hættir vegna persónulegra ástæðna en sonur hans er í dái.

Frakkinn Gerard Gili, sem stýrir U23 liði þjóðarinnar, tekur við af Stielike. Fílabeinsströndin heldur á morgun til Kúveit í æfingabúðir þar sem dvalið verður í vikur.

Afríkukeppnin fer fram í Gana og fer af stað þann 20. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×