Enski boltinn

Skrtel gæti orðið dýrasti varnarmaður Liverpool frá upphafi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin Skrtel í leik með landsliði Slóvakíu gegn Þjóðverjanum Kevin Kuranyi.
Martin Skrtel í leik með landsliði Slóvakíu gegn Þjóðverjanum Kevin Kuranyi. Nordic Photos / AFP

Liverpool virðist vera á góðri leið með að klófesta varnarmanninn Martin Skrtel frá Slóvakíu fyrir tæplega 800 milljónir króna eða 6,5 milljónir punda.

Þar með yrði Skrtel dýrasti varnarmaður Liverpool í sögu félagsins. Samkvæmt fregnum í Liverpool Echo í gær mun leikmaðurinn hafa flogið til Englands í gær. Fréttir í Rússlandi herma að Skrtel hafi þegar staðist læknisskoðun en hann leikur nú með Zenit St. Pétursborg þar í landi.

Skrtel á að baki fimmtán landsleiki en hann er 23 ára gamall. Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur verið á höttunum eftir varnarmanni eftir að honum mistókst að fá Gabriel Heinze frá Manchester United í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×