Enski boltinn

Drogba ætlar að fara í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Didier Drogba, leikmaður Chelsea.
Didier Drogba, leikmaður Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Didier Drogba hefur enn einu sinni lýst því yfir að hann ætli að fara frá Chelsea. Hann segist ætla að fara til annars félags í lok tímabilsins.

Drogba sagði fyrst í október síðastliðnum að hann vildi fara frá Chelsea og sagði hann í samtali við Eurosport að síðan þá hafi hann ekki skipt um skoðun.

Hann segir einnig að brotthvarf Jose Mourinho hefur ýtt undir vilja hans að yfirgefa Chelsea.

„Ég hef nú í tvö til þrjú ár sagst vilja fara frá Chelsea. Sú staðreynd að Mourinho fór gerði það að verkum að löngun mín til að fara annað varð enn sterkari."

Hann hefur verið sterklega orðaður við AC Milan en Drogba neitaði að tjá sig um vangaveltur um hvert hann færi. „Aðalmálið hjá mér núna er að vinna Afríkumótið og klára svo tímabilið með Chelsea."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×