Enski boltinn

Beckham byrjaður að æfa með Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham í búningi LA Galaxy.
David Beckham í búningi LA Galaxy. Nordic Photos / Getty Images

David Beckham er byrjaður að æfa með enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal en nú er hlé á bandarísku deildinni í fótbolta.

Beckham vonast til að hann verði valinn í enska landsliðshópinn sem mætir Sviss í næsta mánuði en ef hann spilar verður það hans 100. landsleikur á ferlinum.

Hann mun fyrst og fremst æfa með varaliði félagsins og aðeins æfa með aðalliðinu ef leikmann vantar þar.

Beckham er á mála hjá LA Galaxy í Bandaríkjunum en undirbúningstímabil liðsins hefst um miðjan febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×