Enski boltinn

Liverpool og Everton lækka miðaverð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna marki.
Leikmenn Liverpool fagna marki. Nordic Photos / Getty Images

Liverpool og Everton hafa bæði lækkað miðaverð á heimaleiki sína um eitt og hálft pund eða um 325 krónur.

Everton reið á vaðið í gær og Liverpool fylgdi svo í kjölfarið í dag. Þessi lækkun bætist svo ofan á við þá lækkun sem bresk stjórnvöld hafa tilkynnt um lækkun virðisaukaskatts úr 17,5 prósentum í 15 prósent. Sú breyting tekur gildi á mánudag.

„Við gerum okkur grein fyrir því að þetta eru erfiðir tímar fyrir marga og vildum við hjálpa til með því að lækka miðaverð fyrir stuðningsmenn okkar enn meira en virðisaukalækkunin hefði gert," sagði Rick Parry, framkvæmdarstjóri Liverpool.

Nú þegar er uppselt á næstu tvo heimaleiki Liverpoo, gegn West Ham og Hull, og tekur breytingin því gildir þegar Liverpool tekur á móti Bolton á öðrum degi jóla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×