Tekur upp framhald Point Break 29. september 2008 06:00 Einn færasti kvikmyndatökumaður landsins mun starfa við framhald hasarmyndarinnar Point Break 2. Tökumaðurinn Óttar Guðnason hefur verið fenginn til að kvikmynda framhald hasarmyndarinnar Point Break sem skartaði Patrick Swayze og Keanu Reeves í aðalhlutverkum. Óttar staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið en vildi annars ekki tjá sig um verkefnið að svo stöddu. Talið er að Hayden Christensen, sem sló í gegn sem Anakin í Star Wars-myndunum, verði í aðalhlutverkinu. Myndin gerist tuttugu árum á eftir þeirri fyrri og leikur Hayden brimbrettakappa og löggu sem kemst á slóðir glæpagengis. Tökur fara að mestu leyti fram á Bali síðar á árinu. Handritshöfundur verður W. Peter Iliff, sem samdi handritið að fyrri myndinni, en óvíst er hvort Swayze eða Reeves komi aftur við sögu. Leikstjóri myndarinnar, sem kallast Point Break:Indo, verður Jan De Bont sem á að baki myndir á borð við Speed, Twister og Tomb Raider 2. Óttar og Jan De Bont hafa unnið töluvert saman við auglýsingagerð undanfarin ár og gerðu þeir meðal annars saman auglýsingu fyrir Goodyear-dekkjaframleiðandann hér á landi. Upphaflega stóð til að Óttar tæki upp hasarmyndina Stopping Power í leikstjórn De Bont en henni hefur verið slegið á frest og í staðinn ætla þeir að einbeita sér að framhaldi Point Break. Óttar er einn færasti kvikmyndatökumaður Íslands. Á meðal verkefna hans í gegnum tíðina eru myndirnar A Little Trip to Heaven og Run for Her Life, báðar í leikstjórn Baltasars Kormáks. Sú síðarnefnda er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári, rétt eins og Point Break:Indo. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tökumaðurinn Óttar Guðnason hefur verið fenginn til að kvikmynda framhald hasarmyndarinnar Point Break sem skartaði Patrick Swayze og Keanu Reeves í aðalhlutverkum. Óttar staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið en vildi annars ekki tjá sig um verkefnið að svo stöddu. Talið er að Hayden Christensen, sem sló í gegn sem Anakin í Star Wars-myndunum, verði í aðalhlutverkinu. Myndin gerist tuttugu árum á eftir þeirri fyrri og leikur Hayden brimbrettakappa og löggu sem kemst á slóðir glæpagengis. Tökur fara að mestu leyti fram á Bali síðar á árinu. Handritshöfundur verður W. Peter Iliff, sem samdi handritið að fyrri myndinni, en óvíst er hvort Swayze eða Reeves komi aftur við sögu. Leikstjóri myndarinnar, sem kallast Point Break:Indo, verður Jan De Bont sem á að baki myndir á borð við Speed, Twister og Tomb Raider 2. Óttar og Jan De Bont hafa unnið töluvert saman við auglýsingagerð undanfarin ár og gerðu þeir meðal annars saman auglýsingu fyrir Goodyear-dekkjaframleiðandann hér á landi. Upphaflega stóð til að Óttar tæki upp hasarmyndina Stopping Power í leikstjórn De Bont en henni hefur verið slegið á frest og í staðinn ætla þeir að einbeita sér að framhaldi Point Break. Óttar er einn færasti kvikmyndatökumaður Íslands. Á meðal verkefna hans í gegnum tíðina eru myndirnar A Little Trip to Heaven og Run for Her Life, báðar í leikstjórn Baltasars Kormáks. Sú síðarnefnda er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári, rétt eins og Point Break:Indo.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira