Enski boltinn

Leicester á eftir Ince

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Ince, stjóri MK Dons.
Paul Ince, stjóri MK Dons. Nordic Photos / Getty Images
MK Dons hefur staðfest að Leicester hefur óskað formlega eftir því að fá að ræða við Paul Ince, knattspyrnustjóra liðsins.

Á heimasíðu MK Dons í kvöld sagði að Ince væri nú í fríi og að málið yrði rætt þegar hann mætir aftur til starfa að því loknu.

Dons vann ensku D-deildina nú í vetur sem og bikarkeppni neðrideildarliða.

Ince hefur einnig verið orðaður við stöðu knattspyrnustjóra hjá Blackburn eftir að Mark Hughes fór frá liðinu og tók við Manchester City.

Leicester og MK Dons leika í sömu deild á næstu leiktíð er fyrrnefnda félagið féll í fyrsta sinn í sögu þess í ensku C-deildina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×