3D allsráðandi 18. september 2008 05:00 Bandaríski leikstjórinn James Cameron með þrívíddargleraugun sín. Hann er einn þeirra sem vinna skipulega að því að koma slíkum kvikmyndum í framleiðslu. Bandaríski viðskiptajöfurinn Jeffrey Katzenberger, forstjóri bandaríska framleiðslurisans Dreamworks, ávarpaði ráðstefnu um framtíð sjónvarps í Amsterdam í síðustu viku um gervihnött. Þar hélt hann fram þeirri skoðun að brátt verði 3D-format allsráðandi í framleiðslu myndefnis fyrir kvikmyndahús. Í þróun sé linsa fyrir tökuvélar sem gefi áhorfandanum þá tilfinningu að hann horfi á atburði á tjaldinu í þrívídd. Sama tækni verði ráðandi í myndmiðlun í sjónvarpi, á mynddiskum og í netheimum og á símum. Þrívídd muni taka yfir alla vestræna myndmiðla og þaðan leggja undir sig alla myndframleiðslu. Áhorfandi á myndefni í þrívídd verður að nota sjóngler sem draga fram dýpt í myndfletinum og spáir Katzenberger að með auknu efni af þessu tagi fari almenningur að fjárfesta í sérstökum gleraugum til að nota þegar horft er á myndmiðla. Um þessar mundir er verið að sýna kvikmyndina Ferðina til miðju jarðar sem var áður kölluð Leyndardómar Snæfellsjökuls í kvikmyndahúsum hér á landi en hún er unnin í þrívídd. Til þessa hafa fjölmargar kvikmyndir verið framleiddar með þessari tækni en hafa til þessa verið undantekningar á myndmarkaði.- pbb Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Bandaríski viðskiptajöfurinn Jeffrey Katzenberger, forstjóri bandaríska framleiðslurisans Dreamworks, ávarpaði ráðstefnu um framtíð sjónvarps í Amsterdam í síðustu viku um gervihnött. Þar hélt hann fram þeirri skoðun að brátt verði 3D-format allsráðandi í framleiðslu myndefnis fyrir kvikmyndahús. Í þróun sé linsa fyrir tökuvélar sem gefi áhorfandanum þá tilfinningu að hann horfi á atburði á tjaldinu í þrívídd. Sama tækni verði ráðandi í myndmiðlun í sjónvarpi, á mynddiskum og í netheimum og á símum. Þrívídd muni taka yfir alla vestræna myndmiðla og þaðan leggja undir sig alla myndframleiðslu. Áhorfandi á myndefni í þrívídd verður að nota sjóngler sem draga fram dýpt í myndfletinum og spáir Katzenberger að með auknu efni af þessu tagi fari almenningur að fjárfesta í sérstökum gleraugum til að nota þegar horft er á myndmiðla. Um þessar mundir er verið að sýna kvikmyndina Ferðina til miðju jarðar sem var áður kölluð Leyndardómar Snæfellsjökuls í kvikmyndahúsum hér á landi en hún er unnin í þrívídd. Til þessa hafa fjölmargar kvikmyndir verið framleiddar með þessari tækni en hafa til þessa verið undantekningar á myndmarkaði.- pbb
Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira