Mýrin vekur mikla hrifningu 16. september 2008 08:00 erlendur í parís Andlit Ingvars Sigurðssonar í hlutverki Erlends hefur prýtt auglýsingaskilti í París að undanförnu. Kvikmyndin Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks hefur hlotið frábærar viðtökur í Bretlandi og Frakklandi að undanförnu. Myndin var frumsýnd í Bretlandi á föstudag og var um að ræða stærstu frumsýningu á íslenskri mynd í Bretlandi frá upphafi. Hefur hún víðast hvar fengið fjórar stjörnur, þar á meðal á heimasíðum The Guardian, The Independent, The Times, Empire og Channel 4. Á kvikmyndasíðunni Rottentomatoes.com fær hún að auki 94% í einkunn af 100 mögulegum. „Söguþráðurinn er áhugavert púsluspil sem hélt mér á sætisbrúninni til enda. Fleiri myndir um rannsóknarlögguna Erlend hljóta að vera á leiðinni,“ segir í dómi The Guardian og The Independent bætir við: „Erfiðu föðurhlutverkinu er blandað á sannfærandi hátt saman við drungann á Íslandi, söng karlakóra og fáfarna vegi. Íslenski maturinn virkar heldur ekki upp á marga fiska. Að sjá mann borða kindarhöfuð í morgunmat á seint eftir að gleymast.“ Mýrin var frumsýnd í Frakklandi á miðvikudag og telja dreifingaraðilar að aðsókn á hana fari yfir hundrað þúsund manns. Dómar um myndina þar í landi hafa verið lofsamlegir og hefur mikil umfjöllun átt sér stað um hana í öllum helstu fjölmiðlunum. Jafnframt hefur andlit Ingvars Sigurðssonar í hlutverki Erlends prýtt auglýsingaskilti í neðanjarðarlestakerfi Parísarborgar síðastliðnar vikur. Mýrin hefur þegar verið seld til fjölda landa, þar á meðal Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands, Ísraels og Írlands auk Norðurlandanna. Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Kvikmyndin Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks hefur hlotið frábærar viðtökur í Bretlandi og Frakklandi að undanförnu. Myndin var frumsýnd í Bretlandi á föstudag og var um að ræða stærstu frumsýningu á íslenskri mynd í Bretlandi frá upphafi. Hefur hún víðast hvar fengið fjórar stjörnur, þar á meðal á heimasíðum The Guardian, The Independent, The Times, Empire og Channel 4. Á kvikmyndasíðunni Rottentomatoes.com fær hún að auki 94% í einkunn af 100 mögulegum. „Söguþráðurinn er áhugavert púsluspil sem hélt mér á sætisbrúninni til enda. Fleiri myndir um rannsóknarlögguna Erlend hljóta að vera á leiðinni,“ segir í dómi The Guardian og The Independent bætir við: „Erfiðu föðurhlutverkinu er blandað á sannfærandi hátt saman við drungann á Íslandi, söng karlakóra og fáfarna vegi. Íslenski maturinn virkar heldur ekki upp á marga fiska. Að sjá mann borða kindarhöfuð í morgunmat á seint eftir að gleymast.“ Mýrin var frumsýnd í Frakklandi á miðvikudag og telja dreifingaraðilar að aðsókn á hana fari yfir hundrað þúsund manns. Dómar um myndina þar í landi hafa verið lofsamlegir og hefur mikil umfjöllun átt sér stað um hana í öllum helstu fjölmiðlunum. Jafnframt hefur andlit Ingvars Sigurðssonar í hlutverki Erlends prýtt auglýsingaskilti í neðanjarðarlestakerfi Parísarborgar síðastliðnar vikur. Mýrin hefur þegar verið seld til fjölda landa, þar á meðal Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands, Ísraels og Írlands auk Norðurlandanna.
Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira