Enski boltinn

Obama boðið á Upton Park

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Obama með Malia, tíu ára dóttur sinni sem æfir og spilar knattspyrnu.
Obama með Malia, tíu ára dóttur sinni sem æfir og spilar knattspyrnu. Nordic Photos / AFP

West Ham hefur sent Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseta, hamingjuóskir sínar og boð um að koma á leik með West Ham næst þegar hann er í Bretlandi.

Obama er sagður vera mikill íþróttaáhugamaður og gallharður stuðningsmaður West Ham. Hálfsystir hans býr í Bretlandi og fór með hann á Upton Park árið 2003.

„Við erum hæstánægðir með að Barack Obama á sín tengsl við West Ham og við sendum honum okkar hamingjuóskir og boð um að koma á leik hvenær sem hann vill," sagði talsmaður West Ham sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×