Ótrúlegur sigur Aston Villa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. desember 2008 17:57 Steve Sidwell fagnar marki sínu í upphafi leiksins. Nordic Photos / Getty Images Aston Villa vann í dag ótrúlegan 3-2 sigur á Everton í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa var með 2-1 forystu þegar venjulegur leiktími var búinn en þá tókst Joleon Lescott að jafna metin fyrir Everton. En þá gerðist hið ótrúlega og Ashley Young skoraði sigumark Villa en báðir skoruðu þeir tvö mörk í leiknum. Steve Sidwell kom Aston Villa í 1-0 strax á fyrstu mínútu. David Moyes, stjóri Everton, gerði eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik. Victor Anichebe kom inn fyrir Yakubu sem á við meiðsli að stríða. Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, gerði enga breytingu á sínu liði sem gerði markalaust jafntefli við Fulham um síðustu helgi. Það var strax á fyrstu mínútu leiksins sem fyrsta markið kom. Ashley Young kom boltanum á James Milner sem lagði boltann fyrir Steve Sidwell. Hann gerði sér lítið fyrir og þrumaði knettinum í netið og skoraði glæsilegt mark. Markið kom eftir aðeins 31 sekúndu en það er met í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. En leikmenn Everton voru fljótir að jafna sig á þessu og tókst að jafna metin skömmu síðar. Mikel Arteta tók aukaspyrnu inn á teig þar sem Leon Osman framlengdi boltann á Joleon Lescott sem skoraði af stuttu færi. Everton komst nálægt því að ná yfirhöndinni í upphafi síðari hálfleiks er Marouane Fellaini skallaði boltann að marki af stuttu færi en Brad Friedel náði að verja í slána. Aðeins nokkrum mínútum síðar náði Aston Villa aftur forystunni í leiknum er Ashley Young batt enda á laglega sókn liðsins með góðu skoti sem hafnaði í marki heimamanna. Young fékk svo tækifæri til að auka forystu Villa en hann fór illa að ráði sínu er hann var svo gott sem sloppinn einn í gegnum vörn Everton. Heimamenn börðust þó áfram og uppskáru á endanum jöfnunarmarkið og það í uppbótartíma. Joleon Lescott var þar að verki með glæsilegu skoti eftir sendingu Tim Cahill. En þar með var leiknum ekki lokið. Mikel Arteta kom boltanum á Gabriel Agbonlahor strax eftir miðjuna. Hann gaf á Ashley Young sem sneri á Lescott og skoraði ótrúlegt sigurmark. Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Aston Villa vann í dag ótrúlegan 3-2 sigur á Everton í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa var með 2-1 forystu þegar venjulegur leiktími var búinn en þá tókst Joleon Lescott að jafna metin fyrir Everton. En þá gerðist hið ótrúlega og Ashley Young skoraði sigumark Villa en báðir skoruðu þeir tvö mörk í leiknum. Steve Sidwell kom Aston Villa í 1-0 strax á fyrstu mínútu. David Moyes, stjóri Everton, gerði eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik. Victor Anichebe kom inn fyrir Yakubu sem á við meiðsli að stríða. Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, gerði enga breytingu á sínu liði sem gerði markalaust jafntefli við Fulham um síðustu helgi. Það var strax á fyrstu mínútu leiksins sem fyrsta markið kom. Ashley Young kom boltanum á James Milner sem lagði boltann fyrir Steve Sidwell. Hann gerði sér lítið fyrir og þrumaði knettinum í netið og skoraði glæsilegt mark. Markið kom eftir aðeins 31 sekúndu en það er met í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. En leikmenn Everton voru fljótir að jafna sig á þessu og tókst að jafna metin skömmu síðar. Mikel Arteta tók aukaspyrnu inn á teig þar sem Leon Osman framlengdi boltann á Joleon Lescott sem skoraði af stuttu færi. Everton komst nálægt því að ná yfirhöndinni í upphafi síðari hálfleiks er Marouane Fellaini skallaði boltann að marki af stuttu færi en Brad Friedel náði að verja í slána. Aðeins nokkrum mínútum síðar náði Aston Villa aftur forystunni í leiknum er Ashley Young batt enda á laglega sókn liðsins með góðu skoti sem hafnaði í marki heimamanna. Young fékk svo tækifæri til að auka forystu Villa en hann fór illa að ráði sínu er hann var svo gott sem sloppinn einn í gegnum vörn Everton. Heimamenn börðust þó áfram og uppskáru á endanum jöfnunarmarkið og það í uppbótartíma. Joleon Lescott var þar að verki með glæsilegu skoti eftir sendingu Tim Cahill. En þar með var leiknum ekki lokið. Mikel Arteta kom boltanum á Gabriel Agbonlahor strax eftir miðjuna. Hann gaf á Ashley Young sem sneri á Lescott og skoraði ótrúlegt sigurmark.
Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira