Ótrúlegur sigur Aston Villa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. desember 2008 17:57 Steve Sidwell fagnar marki sínu í upphafi leiksins. Nordic Photos / Getty Images Aston Villa vann í dag ótrúlegan 3-2 sigur á Everton í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa var með 2-1 forystu þegar venjulegur leiktími var búinn en þá tókst Joleon Lescott að jafna metin fyrir Everton. En þá gerðist hið ótrúlega og Ashley Young skoraði sigumark Villa en báðir skoruðu þeir tvö mörk í leiknum. Steve Sidwell kom Aston Villa í 1-0 strax á fyrstu mínútu. David Moyes, stjóri Everton, gerði eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik. Victor Anichebe kom inn fyrir Yakubu sem á við meiðsli að stríða. Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, gerði enga breytingu á sínu liði sem gerði markalaust jafntefli við Fulham um síðustu helgi. Það var strax á fyrstu mínútu leiksins sem fyrsta markið kom. Ashley Young kom boltanum á James Milner sem lagði boltann fyrir Steve Sidwell. Hann gerði sér lítið fyrir og þrumaði knettinum í netið og skoraði glæsilegt mark. Markið kom eftir aðeins 31 sekúndu en það er met í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. En leikmenn Everton voru fljótir að jafna sig á þessu og tókst að jafna metin skömmu síðar. Mikel Arteta tók aukaspyrnu inn á teig þar sem Leon Osman framlengdi boltann á Joleon Lescott sem skoraði af stuttu færi. Everton komst nálægt því að ná yfirhöndinni í upphafi síðari hálfleiks er Marouane Fellaini skallaði boltann að marki af stuttu færi en Brad Friedel náði að verja í slána. Aðeins nokkrum mínútum síðar náði Aston Villa aftur forystunni í leiknum er Ashley Young batt enda á laglega sókn liðsins með góðu skoti sem hafnaði í marki heimamanna. Young fékk svo tækifæri til að auka forystu Villa en hann fór illa að ráði sínu er hann var svo gott sem sloppinn einn í gegnum vörn Everton. Heimamenn börðust þó áfram og uppskáru á endanum jöfnunarmarkið og það í uppbótartíma. Joleon Lescott var þar að verki með glæsilegu skoti eftir sendingu Tim Cahill. En þar með var leiknum ekki lokið. Mikel Arteta kom boltanum á Gabriel Agbonlahor strax eftir miðjuna. Hann gaf á Ashley Young sem sneri á Lescott og skoraði ótrúlegt sigurmark. Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Aston Villa vann í dag ótrúlegan 3-2 sigur á Everton í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa var með 2-1 forystu þegar venjulegur leiktími var búinn en þá tókst Joleon Lescott að jafna metin fyrir Everton. En þá gerðist hið ótrúlega og Ashley Young skoraði sigumark Villa en báðir skoruðu þeir tvö mörk í leiknum. Steve Sidwell kom Aston Villa í 1-0 strax á fyrstu mínútu. David Moyes, stjóri Everton, gerði eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik. Victor Anichebe kom inn fyrir Yakubu sem á við meiðsli að stríða. Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, gerði enga breytingu á sínu liði sem gerði markalaust jafntefli við Fulham um síðustu helgi. Það var strax á fyrstu mínútu leiksins sem fyrsta markið kom. Ashley Young kom boltanum á James Milner sem lagði boltann fyrir Steve Sidwell. Hann gerði sér lítið fyrir og þrumaði knettinum í netið og skoraði glæsilegt mark. Markið kom eftir aðeins 31 sekúndu en það er met í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. En leikmenn Everton voru fljótir að jafna sig á þessu og tókst að jafna metin skömmu síðar. Mikel Arteta tók aukaspyrnu inn á teig þar sem Leon Osman framlengdi boltann á Joleon Lescott sem skoraði af stuttu færi. Everton komst nálægt því að ná yfirhöndinni í upphafi síðari hálfleiks er Marouane Fellaini skallaði boltann að marki af stuttu færi en Brad Friedel náði að verja í slána. Aðeins nokkrum mínútum síðar náði Aston Villa aftur forystunni í leiknum er Ashley Young batt enda á laglega sókn liðsins með góðu skoti sem hafnaði í marki heimamanna. Young fékk svo tækifæri til að auka forystu Villa en hann fór illa að ráði sínu er hann var svo gott sem sloppinn einn í gegnum vörn Everton. Heimamenn börðust þó áfram og uppskáru á endanum jöfnunarmarkið og það í uppbótartíma. Joleon Lescott var þar að verki með glæsilegu skoti eftir sendingu Tim Cahill. En þar með var leiknum ekki lokið. Mikel Arteta kom boltanum á Gabriel Agbonlahor strax eftir miðjuna. Hann gaf á Ashley Young sem sneri á Lescott og skoraði ótrúlegt sigurmark.
Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira