Enski boltinn

Sven að bíða eftir Chelsea?

NordcPhotos/GettyImages

Breska blaðið Guardian heldur því fram í dag að Sven-Göran Eriksson hafi sett viðræður sínar við portúgalska félagið Benfica á ís af því hann sé að bíða eftir mögulegri opnun hjá Chelsea eftir að tímabilinu lýkur.

Líklegt þykir að Sven muni fara frá Manchester City í sumar og verði jafnvel sagt upp strax eftir síðasta leik í deildinni um næstu helgi.

Nokkur óvissa ríkir um stöðu mála hjá Chelsea þar sem óvíst er hvort Avram Grant haldi áfram sem knattspyrnustjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×