Kung Fu í styttri útgáfu 2. október 2008 07:00 Páll Óskar Hjálmtýsson Einn mesti kvikmyndasafnari landsins. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stendur nú sem hæst og er að sönnu mikið um dýrðir. Í kvöld verður sérlegur viðburður á vegum hátíðarinnar í Bæjarbíói í Hafnarfirði þar sem tónlistarmaðurinn ástsæli, Páll Óskar Hjálmtýsson, sýnir úrval af klassískum Kung Fu-myndum frá áttunda áratug síðustu aldar. Myndirnar eru allar sýndar af 8mm spólum sem eru ýmsum tæknilegum takmörkunum háðar, og voru myndirnar því styttar niður í átta mínútna lengd hver og það án samþykkis leikstjóra. Upplifunin af hverri mynd er því dálítið eins og að horfa á afar langa kvikmyndastiklu. Meðal þeirra mynda sem sýndar verða í þessu sérstaka og stytta formi eru gæðaafurðir á borð við Fists of the Double K, The Hong Kong Connection, Godfathers of Hong Kong, Thunder Kick og Enter the Dragon. Svangir geta mætt galvaskir á svæðið þar sem að pylsa og gos fylgir með í miðaverði sýningarinnar, auk þess sem hægt verður að kaupa popp á staðnum. Sýningin hefst í Bæjarbíói í Hafnarfirði kl. 21 í kvöld. Fríar sætaferðir fyrir Reykvíkinga sem vilja spara sér bensín verða frá bókabúðinni Iðu í Lækjargötu kl. 20. -vþ Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stendur nú sem hæst og er að sönnu mikið um dýrðir. Í kvöld verður sérlegur viðburður á vegum hátíðarinnar í Bæjarbíói í Hafnarfirði þar sem tónlistarmaðurinn ástsæli, Páll Óskar Hjálmtýsson, sýnir úrval af klassískum Kung Fu-myndum frá áttunda áratug síðustu aldar. Myndirnar eru allar sýndar af 8mm spólum sem eru ýmsum tæknilegum takmörkunum háðar, og voru myndirnar því styttar niður í átta mínútna lengd hver og það án samþykkis leikstjóra. Upplifunin af hverri mynd er því dálítið eins og að horfa á afar langa kvikmyndastiklu. Meðal þeirra mynda sem sýndar verða í þessu sérstaka og stytta formi eru gæðaafurðir á borð við Fists of the Double K, The Hong Kong Connection, Godfathers of Hong Kong, Thunder Kick og Enter the Dragon. Svangir geta mætt galvaskir á svæðið þar sem að pylsa og gos fylgir með í miðaverði sýningarinnar, auk þess sem hægt verður að kaupa popp á staðnum. Sýningin hefst í Bæjarbíói í Hafnarfirði kl. 21 í kvöld. Fríar sætaferðir fyrir Reykvíkinga sem vilja spara sér bensín verða frá bókabúðinni Iðu í Lækjargötu kl. 20. -vþ
Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira